Ónáttúruhamfarir

Untitled-1

Hér fyrir neðan er grein eftir Hólmstein Brekkan sem skrifuð var í júní 2010, þar kemur m.a. fram í fyrsta sinn spurningin um ólögmæti “Íslenskrar” verðtryggingar á neytendalánum.

Greinin var svo birt á dögunum á vefsvæði DV

  ——–

Ónáttúruhamfarir

Með titrandi röddu og af innlifun segir fréttamaður frá því að um 600 manns hefðu þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldgosins í Eyjafjallajökli. Að minnsta kosti tímabundið. Óvissan og óttinn sem fylgir því að búa við ógn eldfjalla og geta átt það á hættu að missa heimili sín og allt innbú, svo til fyrirvaralaust vegna náttúruhamfara, er vissulega skelfilegur. Útlisting fréttamannsins á hversu margar fjölskyldur á Íslandi, búa við ógn eldfjalla gætu misst heimili sín eða þurft að yfirgefa þau tímabundið, er flutt af vandaðri innlifun.

Áhugi fréttamanna á náttúruhamförum er aðdáunarverður og hæfileiki til að drama gera „mögulegar“ afleiðingar einstakur.

Áhugi fréttamanna á hinum efnahagslegu ónáttúruhamförum, sem hafa hrakið þúsundir manna og fjölskyldna „varanlega“ frá heimilum sínum með hörmulegum afleiðingum, er aftur á móti minna áberandi. Við erum ekki bara að tala um „Bankahrunið“ sem einungis er eitt gos, að vísu nokkuð stórt, í 30 ára sögu þeirra manngerðu ónáttúruhamfara sem er verðtrygging veðbundinna neytendalána með vöxtum.

Vafasamar lagasetningar?

Líklega er öll verðtrygging neytendalána með vöxtum, hvort sem hún er bundin við dagsgengi erlendra gjaldmiðla, vísitölur eða hvert annað mælitæki sem er, sé ólögmæt eða mjög vafasöm. Með hinni sér íslensku verðtryggingu er allri áhættu vegna veðskulda og lánasamninga komið yfir á lántaka. Bankar, fjármálastofnanir (þar með talið lífeyrissjóðir) eru firrt þeirri ábyrgð sem það felur í sér að fara með almannafé þar sem óvarlegar fjárfestingar, stöðutaka gegn krónunni og annað verðbólguhvetjandi er hreinlega verðlaunað með sjálfvirkri uppfærslu á eignasöfnum.

Með fingurinn á voginni

Síðastliðið ár hef ég í nafni Hagsmunasamtaka heimilanna unnið að skuldamálum heimila og einstaklinga og má segja að alltaf beri að sama brunninum. Það er reiknimódel bankanna.

Reiknireglur, formúlur eða reiknivélar bankanna (skiptir ekki máli hvað við köllum það) þjóna einungis einum tilgangi og að er að “vigta” krónur. Á þessari vigt hafa bankarnir alltaf haft fingurinn.

Neysluvísitala er unnin af Hagstofunni er frekar ónákvæm mælieining notuð til þess að giska á ”þyngd” krónunnar. Hvernig bankarnir notfæra sér þessa mælieiningu inn í reiknilíkön sín er og hefur alltaf verið eftirlitslaust.

Hvaðan kemur vigtin?

Það er undarlegt að bankarnir hafi komist upp með það að nota eftirlitslaus reiknimódel í áratugi meðan að önnur tæki sem menn nota við mælingu og vigtum lúta ströngu eftirlit og krafist er löggildingar. Eins og t.d. á búðarvigtum og bensíndælum.

Hvar er uppskriftin að ”Gullegginu”?

Enginn banki eða fjármálastofnun virðist eiga þessi módel aðgengileg t.d. í handbók hjá stjórnendum bankanna. Leitað hefur verið eftir þessum upplýsingum hjá Fjármálaeftirlitinu en þar eru engin afrit af reiknivélum bankanna, aldrei hefur verið gerð athugasemd við útreikninga, útfærslur eða uppfærslur á þessum reiknivélum. Hvar er uppskriftin?

Danskurinn er djöfullegur

Í barnaskóla var okkur innprentaður djöfulleiki hinna dönsku einokunarkaupmanna, hvernig þeir mergsugu íslendinga og vigtuðu alltaf sér í hag með fingurinn á vigtinni.

Hversu danskar eru vigtar bankanna?

Hvernig geta FME og SÍ vitað að þær ”vigtar” reiknivélar sem notaðar eru reikni rétt? Það hefur ALDREI verið athugað, skoðað eða sannreynt af þessum aðilum.

Er kominn tími til að aflétta einokunarverslun á Íslandi?

Hvar er fingurinn?

namskeid