Eldsneyti og Cheerios lækka

Untitled-1

Verðkannanir okkar í vikunni sýna að eldsneyti hefur lækkað í ágústmánuði, fór úr 219.50 krónum niður í 202.50 krónur. Cheerios hefur lækkað og er ódýrast í Nettó og 500 gr. af Merrild kaffi er ódýrast á 598 krónur í Víði.

  1. Röðin er þessi:
  • Bónus: 4.824 krónur.
  • Kostur: 5.114 krónur.
  • Krónan: 5.131 krónur
  • Víðir: 5.200 krónur
  • Nettó: 5.295 krónur
  • Hagkaup: 5.765 krónur.
  • Iceland: 6.047 krónur
  • 10-11: 7.028 krónur

Við spörum því mest á því að forðast dýrustu verslanirnar, Hagkaup, Iceland og 10-11.

Litla matarkarfan okkar er aðeins með brot af öllum þeim verðum sem við þurfum að hafa auga með og hvetjum við alla til að vera ávallt vakandi yfir verðum á vörum og þjónustu. Við skorum á ykkur lesendur góðir að senda okkur verðstrimla eða myndir af hillumerkingum til að sýna hvernig verðþróun er á matvöru og dagvöru. Allar ábendingar eru vel þegnar og ef óskað er birtum við ábendingar nafnlaust.

Ert þú með upplýsingar um verð og þjónustu – Sendu okkur ábendingu

panta-bok-fritt1