Er örugglega kynningarafsláttur hjá Musthave.is?

Untitled-1

Neytendavaktin fékk ábendingu um að vefverslunin musthave.is væri með opnunar- kynningarafslátt á armbandsúri þar sem 75% afsláttur vakti athygli.

Við nánari athugun má sjá úr sem áður kostaði 19.990 krónur auglýst á útsölu á 4.990 krónur. Það er 15.000 króna afsláttur.

En þá er ekki sagan öll. Samskonar* úr er selt á heimasíðu framleiðanda á útsölu á 13.35 dollara.(1.770 krónur). Framleiðandi bíður 5 dollara fast gjald fyrir sendingu. Enginn tollur er af einu stykki samkvæmt reiknivél tollur.is, aðeins virðisaukaskattur 584 krónur. Samtals heim komið fyrir 3.017 krónur, 1.973 krónum lægra en afsláttarverð Musthave.is.

Fullt verð frá framleiðanda virðist því samkvæmt þessum upplýsingum vera 16.642 krónum lægra en fullt verð Musthave. 75% afslátturinn sem Musthave bíður virðist því vera sölubrella.

*Neytendavakt er ekki með staðfestingu á að þetta sé sama vara í báðum tilfellum en samkvæmt myndum og upplýsingum virðist vera um sama hlut að ræða. Ef þú ert með nánari upplýsingar þessa vöru eða þjónustu sendu okkur ábendingu.

printscreen-curren-homepage
smellið til að stækka mynd
printscreen-curren-musthave
Smellið til að stækka mynd
printscreen-curren-tollura
Smellið til að stækka mynd

Untitled-1