IKEA á Íslandi lækkar vöru­verð um 2,8%

panta-bok-fritt1

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð í verslun sinni um 2,8% samkvæmt frétt á mbl.is. Að sögn Þórarins Ævarssonar framkvæmdarstjóra er þessi lækkun möguleg vegna styrkingar krónu gagnvart evru, nýgerðra kjarasamninga og að velta tengd auknum ferðamannastraumi hafi styrk flesta þætti verslunar í landinu.

Neytendavaktin vonast til að fleiri verslanir og þjónustufyrirtæki bregðist við og lækki verð líkt og IKEA eða haldi þeim að minnsta kosti óbreyttum líkt og Eyesland og Texasborgarar

Þess má geta að 4. júlí síðastliðinn kostaði Billy bókaskápur 16.850 krónur. Í morgun, 19. ágúst, kostaði hann 15.950 krónur. 4. júlí síðastliðinn kostaði Ingolf barnastóll 9.950 krónur. Í morgun, 19. ágúst, kostaði Ingolf enn 9.950 krónur.Til gamans og til að fylgja lækkuninni eftir þá tókum við skjámynd af þessum gamalreyndu vörum frá IKEA og munum síðan kíkja aftur á þær í september.

ikea-ingolf-19-8-15
Ingolf barnastóll 9.9950 kr. Smellið til að stækka mynd
ikea-billy-19-8-15
Billy skápur. 15.950 kr. Smellið til að stækka mynd.

panta-bok-fritt1