Segir verð ekki hafa hækkað þrátt fyrir gengishækkun – Annað segja verðmerkingar

panta-bok-fritt1

Framkvæmdarstjóri Epli, umboðsaðila Apple á Íslandi, gerði lítið úr orðum framkvæmdarstjóra IKEA um að tilefni sé til verðlækkana og sagði hann froðusnakk. Segir þetta eingöngu gert til að fá fría auglýsingu. Samkvæmt frétt á Eyjunni heldur framkvæmdarstjórinn þessu fram í stöðufærslu sinni á Facebook og segir jafnframt að Epli hafi ekki hækkað verð þrátt fyrir að gengi dollars hafi “hækkað helling”. Epli hafi þess í stað lækkað annan kostnað og séð hóflegan hagnað hverfa.

Neytendavaktin gerði einfalda verðkönnun á auglýstum vörum á heimasíðu Eplis og þar kemur í ljós að verðhækkun hefur átt sér stað. Myndirnar hér að neðan eru samsett skjáskot (screenshot) frá 28.febrúar síðastliðnum og 21. ágúst. Þar má sjá allt að 10% hækkun á vörum. Samkvæmt gengisþróunartöflu Arion banka hækkaði tollgengi dollars um 6% í mars og apríl en hefur síðan gengið niður.

Þvert á orð framkvæmdarstjórans virðist vöruverð Eplis hafa samkvæmt þessum upplýsingum hækkað með hækkun gengis og haldist þrátt fyrir gengislækkun. Epli ætti því að geta lækkað verð líkt og IKEA.

Við munum fylgjast með verðum IKEA og Epli og láta tölurnar dæma.

epli-sem-hækka-ekki
Smellið á mynd til að stækka
epli-sem-hækka-ekki-2
Smellið til að stækka mynd
gengisthroun-arion
Gengisþróun Smellið til að stækka mynd

 

 

Skjámyndirnar er sóttar á vef Arion banka, vefsafn.is og á heimasíðu Eplis.

Ert þú með upplýsingar eða athugasemd – Sendu okkur ábendingu

panta-bok-fritt1