Hátt verð á útsölulokum í MAX raftækjum?

panta-bok-fritt1

Við rákumst á þessa facebook færslu frá konu sem varð vör við að verðtilboð á helluborði á útsölulokum MAX raftækja var ekki eins gott og það sýndist.

Það er því alltaf skynsamlegt að gera verðsamanburð á milli verslana, jafnvel þótt mikill afsláttur sé auglýstur.

Ef þú hefur svipaða sögu að segja sendu okkur ábendingu.

“Ég og Valdi minn fórum í Max raftæki í dag í annað sinn síðan þessi verslun opnaði. Það var ekki út af engu sem ég fór þangað heldur vegna þess að helluborðið mitt hrundi. Ætluðum að a.t.h. hvort þar fengist ekki hella á skikkanlegu verði vegna þess að þar var rímingarsala, viti menn fengum þar helluborð fyrir 50þús kall fórum í röðina ásamt öllum hinum fimmhundruð sem voru þar…Vorum búin að bíða þar í að minsta kosti einn klukkutína (ég búin að lofa fólki sem stóð í kringum mig að nota körfuna með mér við spjölluðum og kynntust, bara gaman) Þegar Valda mínum dettur í hug að googla Húsasmiðjuna og a.t.h með verð á hellum þar….Við gátum keypt nágkvæmlega sama helluborð á nágkvæmlega sama verði og í Max, nema í Max fyrir lækkun átti borðið að kosta 80þús kr.En Í Húsó var 50þús venjulegt verð……Svo ég lét þeim eftir körfuna sem voru búin að deila henni með mér,þakkaði fyrir skemmtilega viðkynningu og labbaði út. HLAUPUM EKKI Á ÚTSÖLUR áður en að kynna okkur annað fyrst, við látum taka okkur í skraufa þurrt r…….”

 

 

panta-bok-fritt1