Auglýst tilboðsverð hærra en greitt verð

namskeid

Í Víði í Garðabæ var á dögunum auglýst tilboð á Merrild 500 gramma kaffipoka á 698 krónur. Það sem kom á óvart var að auglýst tilboð var hærra en hilluverðmerking og það sem ég greiddi fyrir pokann á kassa, en rétt verð var 685 krónur.

Sem betur fer var enginn hlunnfarinn í þetta sinn þar sem lægra verðið var greitt. Það er þó alltaf mikilvægt að við fylgjumst með verðmerkingum og hvort við séum raunverulega að versla vörur á tilboði eða ekki.

Ert þú með upplýsingar um verð eða þjónustu? – Sendu okkur ábendingu

vidir-merrild

panta-bok-fritt1