Krónan opnar nýja verslun – Verðlækkun í Reykjanesbæ

panta-bok-fritt1

Krónan opnaði í dag nýja og glæsilega verslun í Fitjum í Reykjanesbæ. Neytendavaktin hefur beðið opnunarinnar með eftirvæntingu því ljóst er að þegar nýjar verslanir opna hefur það haft áhrif á verðlag. Við fórum því á stúfana í dag og gerðum stutta verðkönnun í öllum fjórum lágvöruverðsverslunum í Reykjanesbæ. Eins og vænst var hefur viðbót Krónunnar inn í verslanaflóruna hér í bæ góð áhrif fyrir okkur neytendur.

kronan-opnun-01
Biðraðir mynduðust strax við kassa í nýju verslun Krónunnar

Kaskó lægst – Bónus hækkar verð

Það sem vekur mesta athygli er að Nettó, Krónan og Kaskó hafa allar lækkað verð frá síðustu verðkönnun Neytendavaktarinnar en Bónus aftur á móti hækkar. Í þessari könnun er Bónus því ekki með lægsta verð eins og oft áður heldur er Kaskó að bjóða lægsta verð. Það er því ljóst að með tilkomu Krónunnar eru fyrstu viðbrögð annarra að jafna verðlag á milli verslanna. Neytendavaktin mun í framhaldi fylgja þessu eftir og við látum tímann leiða í ljós hvort þessi jöfnuður sé aðeins tímabundinn vegna opnunar Krónunnar eða kominn til að vera.

Neytendavaktin fékk ábendingu um að í tilefni komu Krónunnar er augljóslega mikið af tilboðum og lækkunum á kjötvöru í flestum verslununum sem vert er að kanna nánar.

Hér í töflunni má sjá verðkönnun okkar frá því í dag:

lagvara-rnb-nov-2015

Verðkönnun Neytendavaktarinnar tekur saman 13 algengar og sambærilegar vörur. Athygli er vakin á að þessi samsetning á innkaupum er aðeins til viðmiðunar um þróun vöruverðs á ákveðnum vörum. Innkaup heimila eru mismunandi og því nauðsynlegt að gera sína eigin verðkönnun.

Öll verð eru samkvæmt hillumerkingum í viðkomandi verslunum og eru birt hér án ábyrgðar.

 

Untitled-1