Ofreiknuð verð vegna bilunar á afgreiðslukassa

namskeid

Flori Fundateanu, athugull viðskiptavinur í Bónus, tók eftir því að lítil paprika sem hún var að versla var sögð 247 grömm að þyngd. Hún trúði þessu ekki og gerði athugasemd. Stúlkan á kassanum viktaði þá súkkulaðistykki sem hún var með í höndunum og kom þá í ljós að súkkulaðið sem átti að vera 300 grömm vóg 420 grömm. Mismunur upp á 120 grömm. Vogin var endurræst og allt grænmeti sem Flori verslaði endurviktað. Verðið á matarkörfunni hennar lækkaði að sögn Flori um nærri 700 krónur.

Neytendavaktin reiknaði verðin út frá leiðréttri kassakvöttun sem birt var með frétt á Grapevine og fékk út að verðmismunur miðað við að vanstillta vogin bætti 120 grömmum við allar viktaðar vörur var um 270 krónur. Staðreyndin er samt áfram sú að vogin var vanstillt og ofreiknaði verð á allar þessar viktuðu vörur.

Bilaða vogin í Bónus er góð ábending til okkar um að það er okkar verk að fylgjast með því hvað við erum að kaupa og hvað það kostar. Án okkar vitundar erum við þá að greiða hærra verð en auglýst er og við verðum ekki vör við mistök eins og þessi.

Samkvæmt fréttum hefur Bónus sagt að þetta hafi aðeins verið bundið þessari einu vog.

Hér að neðan má sjá Facebook færslu Flori og kassastrimilinn með leiðréttum verðum.

vigt-bonus
Smellið á mynd til að stækka
vog-bonus-2
Smellið á mynd til að stækka

panta-bok-fritt1