Okkur er stýrt í búðinni

namskeid

Sölusálfræði er mikilvægt fræðigrein fyrir verslun og þjónustu. Þar eru viðskiptavinirnir teknir og rannsakaðir. Fylgst er með hvað þeir gera í verslunarferðum sínum og upplýsingarnar eru síðan notaðar til að auka líkur á viðskiptavinirnir kaupi meira.

Í grein á Skuldlaus.is förum við yfir hvernig okkur er stýrt í verslunarferðum okkar og hvernig kaupmenn og verslanir ná yfirhöndinni og vita áður en við hvað við ætlum að kaupa.

Í greininni er farið yfir hvernig hefðbundin matvöruverslun er sett upp og hvaða aðferðir eru notaðar til að vekja upp tilfinningar okkar eða gabba okkur til að grípa ákveðnar vörur frekar enn aðrar. Hvernig lykt fær okkur til að taka ákvarðanir með maganum en ekki huganum, hvernig við erum róuð niður, hvernig vörum er stillt upp svo við sjáum þær og hvernig við erum leidd í gegnum búðina.

Þessi grein er aðins ein af mörgum sem birtar verða um sölusálfræði og hvernig við getum varast það að vera stýrt ómeðvitað í verslunarferðum okkar.

Skuldlaus.is: Verslunin veit betur en þú hvað þú ætlar að kaupa

 

Veist þú um sölutrix og vilt deila því með okkur? Sendu okkur ábendingu

 

Untitled-1