Selt í dag en pakkað á morgun

Untitled-1

Viðskiptavinur sem keypti Sushi bakka í Nettó þann 12.  október tók eftir að samkvæmt merkingum er vörunni ekki pakkað fyrr en daginn eftir, þann 13. október.  Það þýðir að þegar varan verður í boði á síðasta söludegi er hún ekki eins dags gömul eins og stendur á pakkningunni heldur tveggja daga.

Við að sjálfsögðu vonum að hér hafi verið um á mistök að ræða og að verslanir og matvöruframleiðendur gæti þess að merkja framleiðslu sína rétt. Við minnum á sama á að það er mikilvægt fyrir okkur neytendur að lesa dagsetningar á þeim vörum sem keyptar eru.

sushi

namskeid