Sundferðin hækkar um 157% á sex árum

Untitled-1

Í fréttum RÚV er fjallað um samþykkt borgarráðs Reykjavíkurborgar frá því í gær þess efnis að verð á einni sundferð fullorðina hækki úr 650 krónum í 900 krónur. Það er 38,5% hækkun þegar hún tekur gildi í nóvember. Engin hækkun er á verðum á sundferðum barna.

Búast má við fleiri verðhækkunum en þessari því í tillögunni er lagt til að “einskiptisgjöld í sund verði hækkuð í áföngum“.

Árið 2009 var verð á einni sundferð 350 krónur. Með þessari hækkun mun verð á sundferð því hafa hækkað um 157% á sex árum.

 

namskeid