Nettó lækkar og Bónus heldur áfram að hækka

namskeid

Neytendavaktin fór  með innkaupalistann í allar fjórar lágvöruverðsverslanirnar í Reykjanesbæ. Litlar breytingar eru síðan fyrir áramót en almennt eru hækkanir sýnilegar á matvöruverði. Mjólk hefur til að mynda hækkað um  6 til 7 krónur líterinn og einnig hefur Cheerios morgunkornið hækkað í verði.

Þegar bornar eru saman sömu vörur og í fyrri könnun er matarkarfan í Nettó sú eina sem lækkar í verði eða um tæpt eitt prósent. Í öllum hinum verslununum hækkar verðið á matarkörfunni. Krónan hækkar um rúm 2 prósent og Kaskó um tæp 2 prósent. Athygli vekur að Bónus hækkar í annað sinn verð á körfunni um rúm 3 prósent, en sama hækkun var einnig hjá Bónus milli verðkannana síðastliðið haust.

Athygli vekur að nákvæmlega sömu verð eru nú í Kaskó og Nettó á öllum vörum sem við könnuðum. Nettó hefur lækkað sín verð lítillega og Kaskó á móti hækkað verð hjá sér.

Það hefur því verið einhver breyting á verðlagi síðan Krónan opnaði í haust en sú breyting virðist einna helst felast í hækkunum hjá Bónus og Kaskó og lækkunum hjá Nettó og Krónunni.

verðkonnun-mars-2016-rnb

Verðkönnun Neytendavaktarinnar tekur saman 14 algengar og sambærilegar vörur. Athygli er vakin á að þessi samsetning á innkaupum er aðeins til viðmiðunar um þróun vöruverðs á ákveðnum vörum. Innkaup heimila eru mismunandi og því nauðsynlegt að gera sína eigin verðkönnun.

Öll verð eru samkvæmt hillumerkingum í viðkomandi verslunum og eru birt hér án ábyrgðar.

Ert þú með upplýsingar um verð eða þjónustu? – Sendu okkur ábendingu

 

Untitled-1