Ódýrari iPhone á markað

Untitled-1

Apple kynnti í vikunni nýjan snjallsíma, iPhone SE. Slíkt er ekki frásögum færandi nema fyrir það að þessi nýji sími er minni og ódýrari en símar sem fyrirtækið hefur markaðsett síðastliðin tvö ár. Samkvæmt erlendum fréttum er Apple að bregðast við breytingum á símamarkaði sem meðal annars birtist í minni sölu og að færri og færri virðast uppfæra eldri síma síma fyrir nýrri. Sem dæmi þá halda margir enn í iPhone 5 sem hefur verið í sölu síðan í lok árs 2012.

iPhone SE kostar í 399 dollara sem er mikil lækkun frá 649 dollurum sem stærri símarnir kosta. Við hjá Skuldlaus bíðum spennt eftir að sjá á hvaða verði nýji síminn verður hér á landi en hann ætti að kosta um 76 þúsund krónur.

namskeid