Verðdagatal Dohop

namskeid

Dohop hafa fyrir löngu sannað gildi sitt við að aðstoða okkur við að finna ódýr flugfargjöld. Nýlega bættu þau svo við verðdagatali í flugleitarvél sína til að hjálpa okkur en frekar. Verðdagatalið sýnir verð á flugferðum  dagana í kringum valda dagsetningu og auðveldar okkur því til muna að finna ódýrari flugfargjöld með því að lengja eða stytta ferðina.

Screen-Shot-2016-05-10-at-14.03.04
Mynd:dohop.is – Smellið til að stækka

Í dæminu á myndinni hér að ofan sést að ef við ákveðum að lengja ferðina um einn dag þá lækkar flugfargjaldið um rúmar 10 þúsund krónur.

Þessi nýung gæti líka hjálpað okkur að lækka kostnað í gistingu því ef við styttum ferðina um þrjá daga þá lækkar flugfargjaldið um rúmar 13 þúsund krónur. Við fögnum þessari skemmtilegu viðbót hjá Dohop sem mun hjálpa okkur enn frekar að ferðast ódýrar.

Nánar á heimasíðu Dohop: Nýjung á Dohop – Sjáðu verðdagatal

namskeid