Um okkur

Untitled-1

Neytendavakt Skuldlaus.is er spjallvefur sem hefur það verkefni að veita fyrirtækjum og söluaðilum aðhald með stuðningi og árvekni. Öllum er frjálst að tjá sig á vefsvæðinu en við óskum eftir því að fólk haldi sig við jákvæða umræðu og kurteisi. Þannig náum við mestum árangri.

Ef þú ert með ábendingu um verðmismunun, góða eða slæma þjónustu þá sendir þú okkur tölvupóst á  neytendavakt@skuldlaus.is og við skráum efnið inn fyrir þig :)

Miklu máli skiptir fyrir verslun og þjónustu að neytendur veiti samkeppnislegt aðhald. Það gerum við með því að vera virk í samskiptum um verð, þjónustu og komum með ábendingar um það sem betur má fara. Þannig sýnum við verslun og þjónustu vilja okkar.

Við kjósum að birta allt undir nafni til að halda í áreiðanleika þeirra ábendinga og upplýsinga sem við birtum.

Neytandavaktin er sjálfboðaliðastarf áhugafólks um eðlileg og sanngjörn viðskipti og er óháð öllum fyrirtækjum og stofnunum.

 

panta-bok-fritt1